*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 18. mars 2017 14:15

Misskilningur að ekkert hafi verið gert

Að sögn menntamálaráðherra var ráðist í mikið átak í grunn- og menntaskólum árið 2011 með það fyrir augum að efla fjármálalæsi þjóðarinnar.

Ásdís Auðunsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Gildi þess að mennta ungt fólk snemma í fjármálum og efla þannig um leið fjármálalæsi þess er ótvírætt að mati sérfræðinga sem hafa tjáð sig um málaflokkinn. Afrakstur slíkrar kennslu er allt í senn talinn jákvæður fyrir einstaklinga sem og þjóðfélagið í heild sinni en þar spila menntastofnanir landsins mikilvægt hlutverk.

Í umræðu um fjármálalæsi Íslendinga kalla sérfræðingar gjarnan eftir átaki og frekari aðkomu stjórnvalda að málaflokknum, Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra minnir hins vegar á að ýmislegt hefur verið gert hvað þessi málefni varðar. „Af umræðunni að dæma mætti halda að menntamálaráðuneytið hafi ekkert beitt sér í þessu máli en það er ekki alls kostar rétt. Í júní 2011 var sett af stað þriggja ára verkefni m.a. í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, Kennarasambandið, Samband sveitarfélaga, Neytendasamtökin og lífeyrissjóði. Markmiðið með þessu verkefni var að efla fræðslu í skólakerfinu en þetta var unnið sem þróunarverkefni í fjármálafræðslu innan skólanna en gerður var samningur við Samtök fjármálafyrirtækja um vinnu og fjármögnun á verkefninu,“ rifjar Kristján Þór upp.

Fjármálakennsla í 87% grunnskóla og 90% framhaldsskóla

Kristján segir að verkefnið hafi hafist árið 2012 sem tilraunakennsla í sex grunnskólum sem og Menntaskólanum á Akureyri og Fjölbrautaskólanum í Ármúla.

Nánar er fjallað um málið í Fjármálalæsi, aukablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.