Samkeppnismál eru meðal þess sem Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, vill leggja áherslu á í starfi félagsins, en þessi mál hafa verið í brennidepli eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitins í máli MS. „Manni heyrist að það sé að nást samstaða um að afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislöggjöfinni. Það er kaldhæðnislegt að þetta mál allt er í boði Alþingis, því undanþágan var samþykkt á þingi árið 2004 og svo var tillaga um að hún yrði afnumin felld á Alþingi fyrir þremur árum,“ segir Ólafur.

Hann segir það þó ekki breyta því að jafnvel þótt undanþágan verði afnumin sé samkeppnisstaðan á mjólkurmarkaði afleit. „MS er í einokunarstöðu og mér þætti það koma til greina að samkeppnisyfirvöld beiti sér í þessum málum og nýti mögulega heimildir til að endurskipuleggja eða jafnvel skipta upp fyrirtækinu. Þetta finnst mér að megi skoða ef aðrar aðgerðir virka ekki.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • FME krafðist þess að Lýsing veitti öllum viðskiptavinum sömu upplýsingar
  • Greiðsluuppgjör ríkissjóðs krufið
  • Það er dómstóla að meta gildi stolinna gagna
  • Lítil velta hefur verið á hlutabréfamarkaði og hefur hún farið minnkandi
  • Annar kafli úr væntanlegri bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar birtur
  • Hagkerfið í kringum Orra frá Þúfu
  • Á Ali-Baba er hægt að kaupa hluti sem nota má í glæpsamlegum tilgangi
  • Rory McIlroy var tekjuhæstur leikmanna í PGA mótaröðinni
  • Framboð á ostum er skoðað
  • Rektor HR, Ari Kristinn Jónsson, segir í ítarlegu viðtali að styðja þurfi betur við tæknimenntun
  • Týr fjallar um breytingar á virðisaukaskattkerfinu, hrafnarnir Huginn og Muninn eru á sínum stað og Óðinn skrifar um spillingu í Rússlandi
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira