Matsfyrirtækið Moody's staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion).

Staðfestar voru einkunnirnar Aa1 fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar.

Í greinagerð Moody‘s segir að þjóðaframleiðsla hér á landi sé með þeim hæstu í heiminum og auk þess fjármál hins opinbera og stjórnmálalegt ástand landsins sé stöðugt.