Í árlegri skýrslu matsfyrirtækisins Moody's um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands kemur fram að fyrirtækið telur enn að landið sé í fjárfestingarflokki, þrátt fyrir efnahags- og fjármálaáfall og þær áskoranir sem landið stendur frammi fyrir.

Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands þar sem einnig má nálgast skýrsluna í heild sinni.

Þá kemur fram að horfur um lánshæfiseinkunnina Baa1 eru hins vegar enn neikvæðar vegna þess að fyrirtækið telur efnahagshorfur háðar óvissu og þær gætu breyst fyrirvaralítið.

Sjá nánar á vef Seðlabankans.