Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Japans á athugunarlista með möguleika á lækkun lánshæfismatsins.

Ástæðan er áhyggjur af viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar lélegra hagvaxtarhorfa og þar af leiðandi auknum halla á ríkissjóði Japans.

Matsfyrirtækið setti bæði einkunn á innlendum og erlendum skuldbindingum á athugunarlista en Japan er nú með Aa2 í báðum flokkum.