Matsfyrirtækið Moody´s hefur varað við að tilhneigingu alþjóðlegra banka til að fara fram hjá eiginfjárkröfum og að skuldasöfnun þeirra muni halda áfram að setja pressu á lánshæfi þeirra. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Matsfyrirtækið tilkynnti fyrr í ár að það hafi sett 17 banka á athuganarlista vegna mögulegrar lækkunar á lánshæfi. Þessi mögulega lækkun hefur leitt til þess að forystumenn sumra banka hafa reynt að fá Moody´s til að skipta um skoðun á lokuðum fundum á meðan aðrir hafa gagnrýnt matsfyrirtækið opinberlega.

Viðvörun Moody´s gæti leitt til þess að lánshæfiseinkunn bankanna verði lækkaðar þegar endurskoðun Moody´s lýkur um miðjan júní. Credit Suisse, Morgan Stanley og UBS eru í hættu á að lækka um þrjú þrep á meðan tíu gætu lækkað um allt að tvö þrep og fjórir bankar um 1 þrep.