Mörður Árnason, fulltrúi minnihluta Alþingis í stjórn RÚV og varaþingmaður Samfylkingarinnar hefur neitað að víkja úr stjórn RÚV þrátt fyrir álit fjölmiðlanefndar um vanhæfi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fjölmiðlanefnd byggði álit sitt á 9. gr. laga um Ríkisútvarpið en þar segir m.a.

Kjörnir fulltrúar til Alþingis og sveitarstjórna eru ekki kjörgengir í stjórn Ríkisútvarpsins.

Stjórn RÚV fundaði í gær og var athugasemd fjölmiðlanefndar m.a. tekin fyrir. A' sögn stjórnarformanns RÚV þá hafnaði Mörður að víkja af fundi. Stjórn RÚV samþykkti svo að óska eftir því að Alþingi myndi skera úr um hæfi Marðar og kanna hæfi allra stjórnarmanna RÚV, en bent var á að fleiri væru í sömu stöðu og Mörður.