Það sem af er ári hafa 174 ný einkahlutafélög verið stofnuð á Íslandi utan um fasteignaviðskipti. Það er um 12% af öllum nýjum fyrirtækjum frá ársbyrjun til loka september, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var 191 félag stofnað utan um fasteignaviðskipti en alls voru þau 257 á árinu 2012.

Af öllum nýskráðum einkahlutafélögum í septembermánuði voru flest fasteignafélög, eða 21 af 124.

Hagstofa Íslands heldur utan um fjölda skráðra fyrirtækja og félaga samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Mánaðarlega er birtur fjöldi nýrra fyrirtækja og gjaldþrota. Gögnin voru síðast uppfærð í síðustu viku og ná til loka september.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .