Dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó, hélt erindi á fundi Viðskiptaráðs í morgun. Þar sagði hann frá vexti Japans og Singapúr á 20. öldinni og viðbrögðum stjórnvalda eftir að síðari heimstyrjöld lauk.

Dr. Seiichiro Yonekura lagði áherslu á að á Íslandi eru mörg ónýtt tækifæri í ferðamennsku. Hann sagði að hér sé nóg af náttúruperlum en hlúa þurfi að þeim. Sjálfur hafi hann villst þrisvar þegar hann keyrði Hinn gullna hring á Suðurlandi.

Þá sagði hann frá því hvernig stjórnvöld í Japan sköpuðu aðstæður fyrir stór og mannfrek fyrirtæki. Viðbrögð stjórnvalda hafi ekki alltaf verið þau réttu, til að mynda var bíla- og tölvufyrirtækjum í fyrstu bannað að framleiða sínar eigin vörur.

Þau Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Birkir Hólm Guðnason forstjóri Icelandair og Björn Rúnar Guðmundsson skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytin fluttu einnig erindi á fundinum. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík var fundarstjóri.