Viðbrögð markaðarins við breytingu S&P á lánshæfishorfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar voru lítil og er það til marks um þær framfarir sem orðið hafa hérlendis undanfarið, að sögn greiningardeildar Landsbankans og segir það komi fram í skýrslu Morgan Stanley sem kom út í gær.

?Einnig þykir þeim þetta benda til þess að fjárfestar séu farnir að bera meira traust til íslenskra banka," segir greiningardeildin.

Morgan Stanley er að fylgja eftir skýrslum sem þeir gáfu út í mars og aftur í maí. ?Eins og í fyrri skýrslum telja þeir eðlilegt að álag á íslensku bankana eigi að vera hærra en álag á aðra banka með sömu lánshæfiseinkunn," segir greiningardeildin.

Engu að síður eru þeir þeirrar skoðunar að núverandi álag á skuldabréf íslensku bankana er of hátt og gera því ráð fyrir að ávöxtunarkrafa bankanna lækki á næstunni.

?Mat Morgan Stanley er að 20 punkta lækkun á ávöxtunarkröfu bankanna þriggja sé eðlileg þróun í náinni framtíð og að áhættan á fimm ára bréfum bankanna sé mjög lítil," segir greiningardeildin.