Samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var af fjárfestingabankanum Morgan Stanley mun yfirstandandi fjármálakrísa dragast langt frá á næsta ár, eða jafnvel til ársins 2010. Reuters segir frá þessu.

Einn stjórnarformanna bankans, Walid Chammah, segir í samtali við þýska dagblaðið Handelsblatt að fleiri fjármálafyrirtæki muni verða fjármálakrísunni að bráð.

„Við munum sjá fleiri þrot hjá smærri bönkum í Bandaríkjunum sem hafa lagt þunga áherslu á fasteignamarkaðinn,” segir hann.

Jafnframt býst Chammah við því að arðsemi eigin fjár fjárfestingabanka verði ekki lengur 25% eða þaðan af meira, eins og verið hefur síðustu ár.

„Ég geri frekar ráð fyrir því að arðsemi geirans verði á bilinu 15-20% - til frambúðar,” segir hann í samtali við Handelsblatt.