Mohammed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefur verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar af egypskum dómstól vegna fyrirmæla um handtökur og pyntingar á mótmælendum í stjórnartíð hans. BBC News greinir frá málinu.

Í málinu var hann ásamt tólf öðrum fundinn sekur um þátttöku í handtöku og pyntingu mótmælenda. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa fyrirskipað morð á blaðamanni og tveimur mótmælendum, en var sýknaður af þeim ákærulið.