Breska tískuvörufyrirtækið Mosaic Fashions, sem skráð er í Kauphöll Íslands og er að mestu leyti í eigu Baugs, hefur samþykkt að taka yfir breska skóvöruverslunarfyrirtækið Rubicon Retail, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Ekki er vitað hve mikið Mosaic Fashions mun greiða fyrir Rubicon Retail, en greitt verður með hlutabréfum og peningum, segja heimildarmenn blaðsins.

Baugur, Katla Investments og Kaupþing banki eiga hlut í Rubicon, en fyrirtækið er að mestu leyti í eigu stjórnenda, þar á meðal forstjórans Don McCarthy.