Glitnir hf. vinnur nú að því að því að móta framtíðarskipulag bankans í Noregi. Liður í því ferli er að sækja um leyfi til að samræma starfsemi á vegum Glitnis á norskum markaði, þar með talið að sameina Bolig- og Næringsbanken ASA og Glitnir Bank ASA. Engar formlegar ákvarðanir hafa samt verið teknar þar að lútandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynnningu.

Bolig- og Næringsbanken ASA mun halda norskum skuldabréfamarkaði og öðrum lánardrottnum sínum upplýstum um gang mála með reglubundnum hætti.

Bolig- og Næringskreditt ASA verður áfram rekið sem sjálfstætt félag og engar breytingar verða gerðar á samþykktum þess.