Þýska líftæknifélagið BioNTech hóf samstarf með lyfjarisanum Pfizer til að þróa mótefni gegn COVID-19 sjúkdómnum. BioNTech segir það mjög líklegt að samþykki fyrir lyfinu komi í lok árs.

Félagið segist geta framleitt nokkuð hundruð milljón skammta áður en lyfið verður samþykkt og yfir milljarð skammta fyrir 2021. Frá þessu greinir WSJ.

BioNTech, sem upprunalega framleiddi mótefni gegn krabbameini, er eitt af sautján félögum á heimsvísu sem hafa nú þegar hafið prófanir á mótefni gegn COVID-19 á fólki. Prófunarferli á mótefninu á að ljúka í lok júlí en félagið hyggst hafa prófað um 30 þúsund manns fyrir mótefninu áður en þau sækja um samþykki eftirlitsstofnana.

„Ég geri ráð fyrir því að vírusinn renni sitt síðasta skeið þegar yfir 90% af heiminum hefur orðið ónæmur, hvort sem það verði vegna smits eða mótefnis,“ er haft eftir Dr. Sahin stofnanda BioNTech.