Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)  hafa sent umhverfis- og auðlindaráðherra erindi lýst er áhyggjum af þeim áhrifum sem fyrirhugaðar breytingar á byggingarreglugerð muni hafa á byggingarkostnað í landinu. Samtökin segja afleiðingarnar verða þær m.a. að erfiðara verði fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði í fyrsta sinn. SVÞ vilja að gildistöku breytinganna verði fresta a.m.k. fram á mitt næsta ár.

Samtökin taka með þessu undir sjónarmið annarra hagsmunaaðila um breytingar sem standa fyrir dyrum. Samtök iðnaðarins og fleiri telja að byggingakostnaður muni þrýsta fasteignaverði upp.

Fram kemur í tilkynningu frá SVÞ segir að aðildarfélög samtakanna séu umsvifamestu fyrirtæki hér á landi á sviði innflutnings á byggingarvöru og muni þau sitja uppi með með umtalsvert magn af vöru sem verður óseljanleg vegna þeirra nýju krafna sem  gerðar verða eftir breytingarnar.