Toyota á Íslandi hefur sett fyrirtækið Motormax í sölumeðferð. Toyota bjó til félagið árið 2006 með því að sameina margvíslega starfsemi undir merki Motormax.

Einnig var Yamaha-umboðið sett þar inn sem var fyrir í eigu Toyota þegar aðskilnaður varð á milli starfsemi umboðsins og Arctic Trucks jeppabreytingafélagsins.

Félagið keypti síðan verslun Gísla Jónssonar og sameinaði félaginu sem velti um milljarði króna þegar best lét. Að sögn Úlfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra Toyota á Íslandi, eru væntingar um að tilboð berist innan skamms en nokkrir áhugasamir kaupendur hafa gefið sig fram.

Sjá nánar í síðasta Viðskiptablaði