Rætt er við Magnús Þorkel Bernharðsson, sérfræðing í sögu Mið-Austurlanda, í helgarblaði Viðskiptablaðsins um heimsókn forseta Íslands til Persaflóasvæðisins og hugsanleg viðskipti Íslands og arabalandanna.

Að mínu mati er heimsókn forsetans til Katar söguleg," sagði Magnús. "Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til arabaríkis og reyndar til lands þar sem múslimar eru í meirihluta og það hlýtur að teljast til tíðinda. Það er einnig athyglisvert að forsetinn skuli fara í sína fyrstu opinberu heimsókn til Katar en ekki til dæmis til Egyptalands, sem hefur verið í fararbroddi bæði á sviði menningar og stjórnmála, eða Sýrlands sem er ævafornt menningarríki. Þetta er til marks um það að smáríkin við Persaflóa eru farin að skipta máli -- og um breytta tíma í Mið-Austurlöndum.

Lesið viðtalið í heild í Viðskiptablaðinu.