Andra Leadsom orkumálaráðherra Bretlands boðar til blaðamannafundar í hádeginu í dag.

Nýtur stuðnings stuðningsmanna úrsagnar

Hún hefur verið helsti keppinautur Theresu May innanríkisráðherra um formannsembætti breska Íhaldsflokksins síðan bæði Boris Johnsson og Michael Gove heltust úr lestinni. Leadsom, Gove og Johnsson börðust öll fyrir úrsögn úr Evrópusambandinu, en May sem barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu er talin njóta mesta stuðnings flokksmanna.

Leadsom hefur notið stuðnings margra þeirra sem börðust fyrir úrsögn, þar á meðal frá Boris Johnsson eftir að Gove hætti stuðning við Johnsson óvænt en hrökklaðist sjálfur úr baráttunni því naut ekki lengur stuðnings þeirra sem vildu úrsögn.

Gagnrýnd vegna ummæla um barnleysi May

May nýtur meiri stuðnings meðal þingmanna en eftir að þingmenn hafa valið tvo af þeim sem buðu sig fram munu að öllu óbreyttu almennir flokksmenn vela á milli þeirra May og Leadsom á flokksþingi í haust. May hefur þó sagt að hún muni virða niðurstöðu kosninganna og framfylgja þeirri ákvörðun þjóðarinnar að ganga úr sambandinu.

En sú síðarnefnda hefur setið undir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna ummæla í viðtali við breska dagblaðið Times. Þar sagðist hún hafa mikið í húfi um framtíð landsins vegna þess að hún væri móðir. „Ég á börn, sem eiga eftir að eignast börn, sem munu beint upplifa afleiðingar þess sem við gerum næst,“ sagði Leadsom en May á ekki sjálf börn.

Leadsom hefur beðið May afsökunar á orðum sínum, en nú eru uppi vangaveltur um hvort hún muni draga framboð sitt til baka á blaðamannafundi eftir um klukkutíma.