Anheuser-Busch InBev NV (AB InBev) hefur loksins birt formlegt kauptilboð í SABMiller en fyrirtækin eru lengi búin að vera í samningaviðræðum. Heildarverðmæti samningsins eru um 107 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 14.033 milljarðar króna.

Til að samkeppnisyfirvöld veiti blessun sína þá mun SABMiller selja 58% hlut sinn í bjórframleiðandanum MillerCoors til Molson Coors Brewing Co. fyrir 12 milljarða Bandaríkjadala. Selda fyrirtækið, Miller Coors, framleiðir m.a. Coors Ligth of Blue Moon bjórtegundirnar en kaupandin, Molson Coors Brewing Co. framleiðir m.a. Budweiser.

Yfirtakan á SABMiller mun m.a. færa vörumerkin Peroni og Grolsch til AB InBev ef yfirvöld samþykkja. Ef AB InBev tekst ekki að fá samþykki yfirvalda mun fyrirtækið þurfa að greiða 3 milljarða dala í skaðabætur til SABMiller. Hlutabréf í SABMiller hafa hækkað um 50% frá því að fyrst var tilkynnt um væntanlega yfirtöku.