*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 12. desember 2018 19:34

Munaður við höfnina

Mikið hefur verið lagt í nýjar íbúðir í Austurhöfn við gömlu höfnina í miðbæ Reykjavíkur, sem fara í sölu á næsta ári.

Sveinn Ólafur Melsted
Nokkrar tveggja hæða íbúðir á efstu hæðum byggingarinnar eru bæði með útsýni yfir Hörpuna og yfir garð sem tilheyrir Austurhöfn.
Aðsend mynd

Á fyrri hluta næsta árs mun 71 ný íbúð í Austurhöfn fara á sölu, en Austurhöfn er við gömlu höfnina í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðirnar verða allar hinar glæsilegustu en Edition Reykjavík, hótel á vegum Marriott hótelkeðjunnar, mun standa við hliðina á íbúðahúsnæðinu. Mikið er lagt í að efnisval og frágangur og búnaður í íbúðunum er sagður til fyrirmyndar. Má þar helst nefna að tæki í eldhúsum og baðherbergjum eru frá framleiðendum sem þekktir eru fyrir vandaða framleiðslu og fallega hönnun. Meðal þessara tækja verða vínkælar og allar íbúðirnar munu koma til með að innihalda snjallheimiliskerfi (Smart Home System). Því munu íbúar geta stjórnað lýsingu, hitastigi og aðgengi að íbúðinni í gegnum snertiskjái á veggjum, með snjallsíma eða spjaldtölvu. Þar að auki verður hægt að bæta við fleiri þáttum við þetta kerfi, svo sem vélknúnum gluggatjöldum og hljóðkerfi um alla íbúðina. Íbúar munu svo hafa aðgang að listasérfræðingum sem veita rágjöf um það hvaða verk henti íbúðinni og nýjum eiganda. 

Tæplega helmingur íbúðanna er í stærri kantinum, eða á bilinu 170-360 fm. 34% af íbúðunum verða á bilinu 100-150 fm. og loks verða um 20% á bilinu 50-100 fm. Á fyrstu hæð hússins verður 2.700 fm. svæði undir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir því að afhending íbúðanna hefjist haustið 2019. Hönnuðir hússins eru T.Ark arkitektastofa og Mannvit verkfræðistofa.

Hafa hugað að hverju smáatriði

Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna, sem hefur umsjón með byggingu íbúðanna í Austurhöfn, segir að lögð hafi verið mikil áhersla á að horfa í þá þætti sem aðgreina þessar nýju íbúðir frá öðrum hefðbundnum íbúðum.

„Við einblínum á að bjóða upp á vöru sem stenst væntingar kaupenda. Meðal helstu kosta íbúðanna er að það mun fylgja bílastæði í bílakjallara undir húsinu fyrir flestar íbúðirnar og verður meðal annars gert ráð fyrir því að í hverju stæði verði hægt að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla. Það verður einnig lögð mikil áhersla á öryggi íbúanna með vönduðum aðgangsstýringum í kjallara og anddyri. Auk þess eru margar þessara íbúða með inngengi beint úr lyftu inn í íbúðina. Það eru því margar lyftur til staðar í húsinu miðað við heildarfjölda íbúðanna.

Þetta er meðal þess sem gerir það að verkum að þessar íbúðir skara fram úr því sem nú er í boði á markaðnum. Staðsetningin er einnig frábær og allt í kringum húsið er glæsilegt útsýni. Einnig verður aðgengilegur fallegur og snyrtilegur þakgarður fyrir íbúa á annarri hæð hússins. Það hefur því verið lögð mikil vinna við að huga að hverju einasta smáatriði sem tengist íbúðunum."

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Að peningastefnunefnd meti gengi krónunnar of veikt
  • Ferðasamsteypu Andra Más Ingólfssonar og gjaldþrot Primera
  • Hvítbók um fjármálakerfið er skoðuð ítarlega
  • Yfirmaður hjá Google ræðir um tækifæri í vörumerkjavitund og stafrænni þróun
  • Hjálmar Gíslason í GRID, áður DataMarket er í ítarlegu viðtali
  • Tryggingafélögin feta í fótspor bankanna í að byggja upp stafrænar lausnir
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um ólíka meðferð þingmanns góða fólksins og annarra.
  • Óðinn skrifar um umhverfishræsni Vinstri grænna
Stikkorð: Austurhöfn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is