Einkabankar sem lánað hafa Grikkjum fé á undnaförnum árum hafa tapað svo miklu á þeim lánaviðskiptum að þeir munu nánast ekkert lána til Grikklands á næstu árum. Þetta kemur fram í trúnaðarskýrslu frá Instute of International Finance, IIF, sem þýska blaðið Die Welt hefur komist yfir.

IIF samtökin hafa komið fram fyrir hönd einkabanka og fjárfesta í viðræðunum Grikkja við lánardrottna um skuldaniðurfellingu þeim til handa. Reiknað er með að niðurstapa náist í þeim viðræðum þar sem ESB hefur gefið grænt ljós á á lánveitingu til Grikklands. Engu að síður er skuldatryggingarálag á Grikkland það hátt að segja má að það sé með gjaldþrotastimpil á sér og miðað við skýrsluna er ljóst að Grikkland mun ekki hafa aðgang að lánsfé frá bönkum í einkaeigu eða einkafjárfestum.