Múrbúðin opnaði í morgun nýja sérverslun undir heitinu Flísa- og baðmarkaðurinn að Bæjarlind 6. Í tilkynningu segir að flísa- og baðmarkaðurinn sé með 700 fermetra sýningarrými og bjóði upp á vörur og lausnir fyrir baðherbergið – allt frá handklæðum og hreinsivörum upp í sturtuklefa, salerni og flísar.

„Líkt og Múrbúðin leggur Flísa- og baðmarkaðurinn áherslu á gæði og lágt verð," segir í tilkynningunni.

Meðal nýjunga í Flísa- og baðmarkaðnum má nefna að hreinlætistæki fást „ein með öllu.” Það þýðir að með postulíninu fylgir í kassanum allt sem þarf til að festa tækið upp og tengja. Þar á meðal eru Grohe blöndunartæki, vatnslásar, festingar og allur tengibúnaður. „Ein með öllu” pakkinn er til fyrir salerni, vaska, sturtuklefa, innréttingar og baðkör.

Á boðstólum eru tæplega 60 gerðir af vöskum og blöndunartækjum, 20 gerðir af salernum, 50 gerðir af baðspeglum, 15 gerðir af sturtuklefum og yfir 30 útfærslur af baðinnréttingum og vaskborðum. Allar baðvörurnar eru uppsettar í sýningarsal Flísa- og baðmarkaðarins.