Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch vinnur nú að því að efla viðskiptafréttamiðla sína. Hann hyggst tvöfalda starfsmannafjöldann á Dow Jones Newswires, sem hann keypti ásamt Wall Street Journal (WSJ) á síðasta ári.

Murdoch hyggst nýta fréttir frá Dow Jones enn betur í gegnum fjölmiðlanet sitt, til að tryggja stöðu sína á ört vaxandi markaði viðskiptafrétta.

Fox International Channels og WSJ hyggjast auka samstarf sitt og auka dreifingu efnis WSJ í gegnum sjónvarp í Suður-Ameríku.

Fox mun auglýsa á stöðvum sínum spænska og portúgalska útgáfu WSJ. Fox er líkt og WSJ í eigu News Corp., fyrirtækis Rupert Murdoch. Murdoch hyggst einnig leggja 100 milljónir Bandaríkjadala í að koma á fót sex nýjum sjónvarpsstöðvum á Indlandi.

BBC og Reuters greindu frá.