Mussila ehf. hefur náð 600 þúsund evra eða 91 milljóna króna hópfjármögnunarmarkmiði sínu. Frá þessu greinir Jón Gunnar Þórðarsson, framkvæmdastjóri Mussila, í færslu á Linkedin .

Þegar að þetta er skrifað hefur Mussila safnað 676 þúsund evrum eða 102 milljónum í gegnum hópfjármögnumsíðuna Funderbeam, en lágmarksfjárfesting er um 38 þúsund krónur. Félagið var stofnað árið 2015 og sérhæfir sig í stafrænni tónlistarkennslu. Kjarnavara þess er smáforritið Mussila Music School.

Sjá einnig: Jón Gunnar nýr framkvæmdastjóri Mussila

Samkvæmt færslunni er félagið einnig búið að tryggja Msér samning við Kópavog um sölu á þúsund leyfum á Mussila til allra sjö og átta ára barna í Kópavogi. Félagið hefur verið stórktækt upp á síðkastið en fyrirtækið réð einnig fjóra nýja starfsmenn í apríl og gaf nýverið út leik með lögum Daða og Gagnamagnsins.