*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 13. nóvember 2017 19:24

Myndasíða: Ráðstefna um Uniconta

Erik Damgaard, frumkvöðullinn á bakvið bókhaldskerfin Uniconta og Dynamics mætti á ráðstefnu um á Hilton Nordica.

Ritstjórn

Ráðstefna þar sem bókhaldskerfið Uniconta var kynnt var haldin á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn. Aðalgestur ráðstefnunnar var danski hugbúnaðarverkfræðingurinn og frumkvöðullinn Erik Damgaard.

Erik er stofnandi og aðalhönnuður Uniconta en ferill hans í hugbúnaðarþróun spannar rúm 30 ár, þar sem skipst hafa á skin og skúrir að því er segir í fréttatilkynningu. Hann hannaði meðal annars bókhaldskerfin Dynamics AX og Dynamics C5 og varð milljarðamæringur á nánast einni nóttu þegar Microsoft keypti hugbúnaðarlausnir hans árið 2002.

Í kjölfarið starfaði Erik um stund í höfuðstöðvum Microsoft í Seattle, áður en hann sagði skilið við hugbúnaðarbransann. Hann hellti sér í ýmiss konar fjárfestingar, með báða vasa fulla af fjár, og var sérstaklega stórtækur í fasteignaviðskiptum. 

Hrunið fór illa með Erik, eins og hann hefur oft talað opinberlega um, og tapaði hann gífurlegum fjármunum á stuttum tíma. Nýjasta afurð Eriks, Uniconta, er öflugt bókhaldskerfi í skýinu sem byggt er á nýjustu fram- og bakendalausnum Microsoft.

Ingvaldur Thor Einarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Uniconta á Íslandi segir mætinguna framar björtustu vonum. „Salurinn á Hilton Reykjavík Nordica var smekkfullur og sýndu gestir Uniconta mikla athygli. Við gætum ekki verið ánægðari með daginn,” segir Ingvaldur Thor „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Erik til landsins á ráðstefnuna en hann er mikill Íslandsvinur.”

Hildur Pétursdóttir og Margrét Lilja Tryggvadóttir

Rasmus Zoega, Björn Júlíusson og Micki Ritter

Erik Damgaard spjallar við ráðstefnugesti

Ingvaldur Thor Einarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Uniconta á Íslandi, Unnur Björnsdóttir, tæknilegur framkvæmdastjóri Uniconta á Íslandi og Erik Damgaard