*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 12. janúar 2019 18:01

Myndir: Hvað ber árið 2019 í skauti sér?

SA hafa um nokkurra ára skeið boðað til fundar í byrjun nýs árs undir yfirskriftinni „Hvað ber árið í skauti sér?"

Ritstjórn
Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir greindi frá VOFFA, viðamikilli rannsókn á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra vegna veikindanna.
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa um nokkurra ára skeið boðað til fundar í byrjun nýs árs undir yfirskriftinni „Hvað ber árið í skauti sér?" Fundurinn fór fram á föstudaginn. Eins og gefur að skilja var megináherslan nú lögð á kjaramálin enda er fjöldi samninga á almennum vinnumarkaði laus.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fór yfir stöðuna í kjaramálunum og helstu áherslur samtakanna. Auk þessa sagði Halldór Benjamín frá Menntadegi atvinnulífsins, sem verður haldinn í Hörpu 14. febrúar. Þema dagsins að þessu sinni verður læsi og boðið verður upp á málstofur um kennslustofu 21. aldarinnar og stöðu stráka í lífi og starfi.

Á fundi SA var einnig greint frá verkefni, sem gengur undir heitinu Voffi. Er það viðamikil rannsókn á vegum Barnaspítala Hringsins á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra frá vinnu vegna veikindanna. Samtök atvinnulífsins styrkja rannsóknina, sem hófst fyrir um einu ári.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, hélt stutt ávarp í byrjun fundarins.

Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins og Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku.

Örn Arnarson, sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fór yfir stöðuna í kjaramálum.

Stikkorð: kjarasamningar SA
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is