Ljósanótt hefur staðið yfir í Reykjanesbæ frá því á föstudag. Mjög fjöbreytt dagskrá hefur verið í gangi og boðið upp á mikinn fjölda sýninga og viðburða.

Tugir þúsunda aðkomumanna hafa flykkst til Reykjanesbæjar á hátíðahöldin sem náðu hámarki í gærkvöldi með tónleikum og stórglæsilegri flugeldasýningu.

Var miðbær Keflavíkur bókstaflega troðfullur af fólki á meðan flugeldasýningin fór fram og mikill fjöldi aðkomugesta kom sér fyrir og gisti á fjölmörgum opnum svæðum í bænum í húsbílum og húsvögnum. Óhætt er að segja að Ljósanótt hafi verið íbúum Reykjanesbæjar til mikils sóma.