*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 8. mars 2020 14:05

Myndir: Umhverfismál og grænir skattar

Morgunverðarfundur Alþýðusambands Íslands um umhverfismál og græna skatta horfði til jöfnuðar og velferðar.

Ritstjórn
Þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði, Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindamálum, tóku þátt í pallborðsumræðum.
Eva Björk Ægisdóttir

Á dögunum stóð ASÍ fyrir morgunverðarfundi um umhverfismál og græna skatta á Reykjavík Natura hótelinu.

Yfirskrift fundarins var:

Jöfnuður og velferð á tímum loftslagsbreytinga. 

Nokkur erindi voru á dagskrá fundarins, en meðal þeirra sem héldu erindi voru ráðherrar og prófessorar.

Fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson hélt erindi um opinber fjármál og loftslagsbreytingar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, tók, líkt og góðum nema sæmir, niður glósur meðan á fundi stóð.

Unga kynslóðin átti sinn fulltrúa á fundinum, en margir foreldrar hafa þurft að taka börn sín með sér til vinnu vegna verkfalla Eflingar.