Stjórnarflokkarnir ná samtals 30 þingmönnum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkarnir ná því ekki meirihluta á Alþingi þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 30,5% fylgi og 20 þingmenn en í síðustu kosningum fékk flokkurinn 19 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi 15,1% fylgi samkvæmt könnuninni og 10 þingmenn en flokkurinn fékk 24,4% í síðustu kosningum. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Samfylkingin fengi 20,2% en Björt framtíð með 13,5% sem er meira fylgi en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju 10% fylgi miðað við könnunina og Píratar 5,5%.