Héraðsdómur Salur 101
Héraðsdómur Salur 101
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Nábítar, böðlar og illir andar ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, með úrskurði héraðsdóms Reykjaness frá 4. júlí síðastliðnum. Fyrirtækið framleiddi keðjur, fjaðrir og vörur úr vír. Skorað er á alla þá sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu að lýsa kröfum innan tveggja mánaða frá birtingu úrskurðarins í Lögbirtingablaðinu. Tilkynningin um gjaldþrot Nábíta, böðla og illra anda birtist í Lögbirtingablaðinu 2. ágúst.

Nokkuð var fjallað um málefni félagsins undir lok síðasta árs. Félagið, sem áður hét Bindir og vír ehf., hafði betur í dómsmáli gegn Lýsingu. Í desember 2010 staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna beri kröfu Lýsingar um að járnbeygjuvél verði tekin úr vörslu félagsins með beinni aðfaragerð. Nábítar, böðlar og illir andar hafði gert kaupleigusamning við Lýsingu í september 2008 og var kaupverð bundið japönskum jenum og svissneskum frönkum.