Stöðugildum hjá Íslandsbanka fækkar aðeins um eitt með sameiningu afgreiðslustaða á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. VB.is greindi frá því fyrr í dag að afgreiðsla Íslandsbanka í Kringlunni verði lokað 30. maí næstkomandi og henni breytt í sjálfsafgreiðslu í byrjun júní. Þá er stefnt að því að sameina útibú bankans í Lækjargötu og Eiðistorgi í eitt útibú í byrjun næsta árs.

Hjá Íslandsbanka í Kringlunni eru um 10 stöðugildi en í kringum 30 á Eiðistorgi og við Lækjartorg.

Eina uppsögnin verður í afgreiðslustað Íslandsbanka í Kringlunni. Ekki liggur fyrir hvern mikil fækkun verður við sameiningu útibúa í vestubænum. Ekkert þó gert ráð fyrir að hún verði umtalsverð. Leitast verður við að finna störf innan bankans fyrir sem flesta, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka.