Ferða- og útivistarverslunin Útilegumaðurinn hagnaðist um tæplega 60 milljónir króna á síðasta ári og nær fjórfaldaðist frá fyrra ári.

Tekjur verslunarinnar námu 844 milljónum króna og jókst um 45% frá fyrra ári. Rekstrargjöld jukust að sama skapi, úr 562 milljónum króna í 765 milljónir.

Síðasta sumar var sannkallað innanlandsferðasumar vegna heimsfaraldursins og virðist Útilegumaðurinn, sem selur hjólhýsi, tjaldvagna og annan útilegubúnað ýmis konar, hafa notið góðs af því.

Eignir verlsunarinnar námu 234 milljónum króna í árslok og eigið fé 126 milljónum króna. Hafdís Elín Helgadóttir er framkvæmdastjóri Útilegumannsins.