*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Innlent 4. febrúar 2012 11:15

Nærri milljarðs kröfum lýst í félag Brynjólfs

Félag sem hélt um eignarhluti Brynjólfs Bjarnasonar í Existu skuldaði um 1,5 milljarða í árslok 2009. Ekkert fékkst upp í kröfur.

Hallgrímur Oddsson

Alls var lýst kröfum að fjárhæð 952 milljónum króna í þrotabú B-17 ehf., félags í eigu Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrverandi forstjóra Skipta.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október 2011.

Skiptum lauk 20. janúar síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu skiptastjóra í Lögbirtingablaðinu. Skiptastjóri var Guðni Á. Haraldsson hrl.

Engar eignir fundust í þrotabúi B-17.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.