*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 12. nóvember 2011 19:23

Nánast engin starfsemi á Íslandi

Stærsta fyrirtæki Íslands, Bakkavör, er með höfuðstöðvar í Tjarnargötu en í reynd er starfsemi félagsins lítil sem engin hér á landi.

Ritstjórn

Samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar er Bakkavör Group stærsta fyrirtæki Íslands með um 293 milljarða veltu í fyrra. Bakkavör er skráð á Íslandi og er með höfuðstöðvar í Tjarnargötu en í reynd er starfsemi félagsins lítil sem engin á Íslandi.

Þannig starfa nú liðlega 19 þúsund manns hjá Bakkavör í sjö löndum í Evrópu og síðan í Kína, Bandaríkjunum og Suður-Afríku en hér á Íslandi starfa hins vegar færri en tíu manns hjá Bakkavör.

Stikkorð: Bakkavör