Náttúra Íslands dregur 82% ferðamanna hingað til lands og 32% nefna íslenska sögu og menningu sem ástæðu fyrir heimsókn sinni til Íslands. Aðeins 10% nefna ferðatilboð sem ástæðu fyrir heimsókn sinni en flestir ferðamenn, eða um 80%, eru hér á eigin vegum. Þetta kom fram í könnun Höfuðborgarstofu.

Ferðamenn í Reykjavík gefa dagsferðum og heilsuræktarmöguleikum hæstu einkunn af þeim afþreyingarmöguleikum sem í boði eru en verslanir fá slökustu einkunnina.