Náttúruverndarsamtök Íslands (NSÍ) hafa kært útgáfu byggingaleyfis fyrir álver í Helguvík til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og krefjast þess að framkvæmdaleyfin sem gefin voru út af sveitarstjórnum Reykjanesbæjar og Garðs þann 12. mars. s.l. verði felld úr gildi

Þá er þess krafist til bráðabirgða að framkvæmdir verði stöðvaðar án tafar þar til málið hefur verið til lykta leitt samkvæmt kæru NSÍ.

Samtökin segja í kæru sinni að í áliti Skipulagsstofnunar um álver í Helguvík eru gerðir þrír fyrirvarar sem leyfisveitendum er gert að horfa til við útgáfu leyfa. Fyrirvarar Skipulagsstofnunar varða óvissu varðandi orkuöflun, orkuflutninga og losunarheimildir fyrir gróðurhúsalofttegundir.