Á meðan skuldastaða íslenska þjóðarbúsins er óviss þarf að stöðva gjaldeyrisflæði frá landinu á vegum erlendra aðila. Þetta segir í minnisblaði sérfræðinga á fjármálamarkaði sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Ekki fylgir þó sögunni hverjir umræddir sérfræðingar eru.

Í minnisblaðinu segir meðal annars að Íslandi þurfi að byggja upp sterka samningsstöðu gagnvart vogunarsjóðum ef í ljós komi innan fárra ára verði ekki til nægur gjaldeyrir til að greiða gjaldeyrisskuldir. Þannig er þar lagt til að Seðlabankinn neiti skilanefndum Kaupþings og Glitnis um að fara í nauðasamninga en þá yrðu Kaupþing og Glitnir teknir til gjaldþrotaskipta. Þar sem gjaldþrota banki má ekki eiga ráðandi hlut í nýju bönkunum þyrftu þrotabúin að selja eignarhluti sína hratt. Segir þá að yrði það gert á lágu verði myndi hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins batna.

Þá er í minnisblaðinu ítrekað mikilvægi þess að vogunarsjóðir fái ekki fullt forræði yfir eignum þrotabúanna þar sem tilgangur þeirra sé oftast að selja eignir sem fyrst fyrir gjaldeyri til að geta greitt sínum fjárfestum. Því megi telja líklegt að sjóðirnir reyni að greiða út gjaldeyri sem fyrs.t