Rekstarniðurstaða Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var neikvæð um 26,5 milljónir. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins og er niðurstaðan fyrir A og B hluta saman.

Langtímaskuldir sveitarfélagsins voru tæpir 6 milljarðar í árslok en eigið fé rúmir 3,6 milljarðar.

Íbúar í Mosfellsbæ voru 8.822 þann 1. desember síðastliðinn. Tekjur sveitarfélagsins af útsvari voru rúmir þrír milljarðar af 5,6 milljarða rekstrartekjum í heild. Laun og launatengd gjöld voru á árinu 2,6 milljarðar og störfuðu alls 601 starfsmaður hjá sveitarfélaginu í lok árs.