Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 10,7 milljarða króna árið 2015 eða 0,5% af landsframleiðslu. Til samanburðar var afkoman neikvæð um 1,2 milljarða króna árið 2014 eða 0,1% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Tekjur hins opinbera námu alls 931 milljarði króna á síðasta ári og jukust um 2,7% milli ára. Þær mældust 42,2% á af landsframleiðslu á síðasta ári, samanborið við 453,3% ári áður. Útgjöld hins opinbera voru 942 milljarðar króna 2015 eða 3,7% meiri en 2014 en hlutfall þeirra af landsframleiðslu fór úr 45,3% í 42,7%.

Í árslok var peningalegar eignir hins opinbera, samkvæmt áæltunum, 52% af landsframleiðslu í árslok 2015 meðan áætlað er að heildarskuldir hins opinbera hafi verið 98%. Er þetta þriðja árið í röð þar sem hlutfall skulda hins opinbera fer lækkandi.

Fjórði ársfjórðungur

Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 15 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi 2015. Það er betri niðurstaða en á sama tíma 2014 þegar afkoman var neikvæð um 5 milljarða króna. Tekjuafgangurinn nam 2,7% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 5,7% af tekjum hins opinbera.