Alþjóða matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest AAA-lánshæfiseinkunn Bretlands en breytti horfum hins vegar í neikvæðar. Ástæðan er takmarkaðir möguleikar breskra stjórnvalda á því að mæta efnahagslegum áföllum með peningamálalegum aðgerðum vegna aukinnar skuldsetningar. „ Veruleg óvissa um efnhagslegar og fjárhagslegar horfur á næstunni, þar með talin áhætta vegna fjárhagslegrar spennu á evrusvæðinu og viðvarandi halla á ríkisfjármálum og vaxandi skuldsetningu, þýðir að um 50% líkur eru á að lánhæfiseinkunn Bretlands verði færð niður á næstu tveimur árum,“ segir í tilkynningu Fiitch Ratings.