Hlutabréf í Bandaríkjunum féllu í dag eftir að Bear Sterns leitaði á náði Seðlabanka Bandaríkjanna ,eftir að hafa lent í greiðsluerfiðleikum. Bear Sterns hefur afskrifað næstmest allra fyrirtækja af undirmálslánum. Þessar neikvæðu fregnir vörpuðu skugga á annars jákvæðar fréttir af verðbólguhorfum og væntingum neytenda. Standard & Poor's 500-vísitalan féll um 2,1% og féll alls um 0,4% í þessari viku. Dow Jones féll um 1,6% og Nasdaq féll um 2,3%. Olíuverð féll lítillega og kostaði tunnan 106,2 dollara við lokun markaða.