Öllum bankaráðsmönnum í bankaráði Seðlabankans (SÍ) barst í lok janúar erindi frá þýsku lögmannsstofunni Taylor Wessing þar sem spurt er um stöðu þýska fisksölufyrirtækisins Deutsche Fischfang Union GmbH & Co gagnvart Seðlabankanum.

Taylor Wessing sendi bréfið á alla bankaráðsmenn þar sem lögmannsstofan hafði engin svör fengið frá Seðlabankanaum eftir að hafa ítrekað sent bankanum fyrirspurnir um stöðu fyrirtækisins sem flækist inn í rannsóknina á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum. Viðskiptablaðið hefur þetta bréf undir höndum.

Samkvæmt heimildum blaðsins verður málið tekið fyrir á fundi bankaráðs í vikunni. Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.