Sir Martin Sorrell, framkvæmdastjóri WPP, stærstu auglýsingastofu heims, telur að streymiþjónustan Netflix þurfi annað hvort að hækka áskriftargjald eða innleiða auglýsingar til að verða arðbært til langtíma litið.

Sorrell sagði á ráðstefnu Financial Times um fjölmiðla í dag að Netflix sé mjög sterkt en að það hafi ekki náð arðbærni ennþá, sem er langtíma markmið allra fyrirtækja.

Eins og VB.is greindi frá, skilaði Netflix miklum hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Hins vegar er rekstrarkostnaður fyrirtækisins mjög hár og fer hækkandi, hann nam 59 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi. Kostnaðurinn stafar af útvíkkun erlendis, markaðsetningu og kaupum á efni. Auk þess nemur kostnaðaráætun fyrirtækisins vegna framleiðslu þátta að minnsta kosti fjórum milljörðum Bandaríkjadala.

Sarandos telur að til að mæta þessum aukna kostnaði þurfi annað hvort að hækka áskriftargjaldið eða búa til aukin hagnað handa fyrirtækinu, t.d. með auglýsingum. Auglýsingarnar gætu ekki verið eins og fyrir hefðbundið sjónvarpsefni í miðjum þáttum eða kvikmyndum, en gæti verið í formi vörumerkja í efni Netflix eða með styrktaraðilum.

Hækkun á áskriftargjaldi gæti haft áhrif á marga Íslendinga, en í fyrra áætlaði Viðskiptablaðið að 20.000 íslensk heimili væru með áskrift af Netflix.