New York ríki sakar HSCB bankann um að hafa vísvitandi sniðgengið lög sem  ætlað var að verja fasteignaeigendur gegn því að missa húsin sín. Ríkið ætlar að stefna bankanum, að því er erlendir vefmiðlar greina frá í dag og BBC fjallar meðal annars um.

Í stefnunni segir að ólöglegar viðskiptaframkvæmdir hafi aukið líkur á að íbúðaeigendur töpuðu fasteignum sínum. Talið er að HSBC hafi í 300 tilvikum send skjöl of seint í veðskuldamálum.  Lög New York fylkis kveða á um að lánveitendur óski formlega eftir aðfarabeiðni áður en gengið er að veðum lántakenda. Í kjölfarið hafa lántakendurnir 60 daga til þess að reyna að semja um skuldir sínar, áður en fasteignir eru teknar yfir.

HSBC neitaði að tjá sig um málið, að því er fram kemur í frétt BBC.