News Corp. í Bretlandi hefur boðið leikkonunni Siennu Miller 100 þúsund pund til að útkljá dómsmál sem leikkonan höfðaði. Blaðamanni News Corp. er gefið að sök að hafa brotist inn í farsíma Miller. Lögmaður fjölmiðlafyrirtæksins segir að upphæðin sé hærri en Miller myndi fá ef hún vinnur málið. Bloomberg greinir frá þessu í dag.

Brotist var inn í síma hjá yfir tuttugu stjörnum og pólitíkusum fyrir rúmum fjórum árum og hafa einstaklingarnir kært fjölmiðlarisann. Félagið baðst afsökunar og bauðst til þess að greiða sumum einstaklinganna í síðustu viku, eftir að tveir blaðamenn voru handteknir vegna málsins.

Í frétt Bloomberg er haft eftir lögmanni Millers að hún hafi ekki ákveðið hvort hún sættist við News Corp.