Alþingi samþykkti fyrir skömmu frumvarp forsætisráðherra um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði með 50 greiddum atkvæðum.

12 þingmenn Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Frumvarpið felur meðal annars í sér að Fjármálaeftirlitinu verði heimilt að grípa inn í starfsemi fjármálafyrirtækja með víðtækum hætti vegna sérstakra aðstæðna eða atvika.

Þar segir að ljóst sé að fjárhags- og rekstrarvandi „kerfislega mikilvægra banka", eins og það er orðað, geti haft mjög alvarleg keðjuverkandi áhrif á fjármálamarkaðinn og íslenskt hagkerfi og ógnað fjármálastöðugleika.

Þá felur frumvarpið einnig í sér að Íbúðalánasjóð verði heimild að kaupa fasteignalán viðskiptabankanna.

Lögin verða þó endurskoðuð fyrir 1. janúar árið 2010.

Hér má sjá frumvarpið í heild.