Héraðsdómur Reykjavíkur segir að loka verður NV-SV braut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna, en flugbrautin er í daglegu tali kölluð neyðarbrautin. Ef það verður ekki gert verða lagðar dagsektir á ríkið sem nema milljónum krónum á dag.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu sem kveðinn var upp í dag. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra þarf samkvæmt dóminum að uppfylla samning sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, gerði við Reykjavíkurborg og fleiri aðila um lokun flugbrautarinnar.

Dómurinn segir í niðurstöðu sinni að samningurinn hafi falið í sér óskilyrt loforð ráðherra að loka flugbrautinni og að efndartími lokunarinnar hafi verið ákveðinn í samningnum.