Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að neyðarlögin hafi staðist stjórnarskrána, EES-samninginn og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar með er ljóst að heimilt var að gera innistæður að forgangskröfum og þar með er einnig ljóst að hægt verður að byrja að greiða Bretum og Hollendingum úr þrotabúi Landsbankans í samræmi við Icesave-samkomulagið.