Klaus Regling framkvæmdastjóri neyðarsjóðs ESB (e. The European Financial Stability Facility) sagði í dag í viðtali við La Tribune að sjóðurinn væri tilbúinn að aðstoða Portúgal ef stjórnvöld þar í landi myndu óska eftir aðstoð.

Regling sagði um þetta "Við skulum sjá hvort þeir óska eftir aðstoð eða ekki.  Ef þeir gera það erum við tilbúnir".

Regling sagði í viðtalinu vera á móti því að láta lánadrottna sem væru einkaaðila taka þátt í niðurfærslu á skuldum Írlands. Jafnframt sagði hann þrátt fyrir mikil vandamál í Grikklandi, Írlandi og Portúgal væri evran ekki í hættu.